Ég keypti tölvuna mína í Elko, hvert fer ég með hana í viðgerð?

Verkstæði Ofar sér um viðgerðir á öllum Lenovo tölvubúnaði. Við getum því tekið við búnaði í viðgerð þótt vélin sé keypt í Elko.

Sölunóta þarf að fylgja ef um ábyrgðarviðgerð er að ræða.

Elko trygging keypt með vél

Ef trygging var keypt með vélinni er betra að fara í gegnum Elko því annars þarf að greiða fyrir viðgerð samkvæmt verðskrá og sækja það svo til Elko. Einnig er ábyrgðin á vélinni tengd söluaðila tækis og ef einhver álitamál koma upp er það söluaðili sem bætir ef svo ber undir. Því er best fyrir viðskiptavin að fara með tæki í viðgerð til Elko og láta þau sjá um samskipti við verkstæði Ofar.